Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík eitt liða á toppnum
Miðvikudagur 6. febrúar 2008 kl. 22:36

Keflavík eitt liða á toppnum

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld þar sem Keflvíkingar komust einir liða á topp deilarinnar eftir sigur á Hamri í Hveragði.

 

Keflavík lagði Hamar 65-76 en Grindavík mátti sætta sig við ósigur gegn KR í DHL-Höllinni 81-71 og Valur vann Fjölni 87-69.

 

Keflavík hefur því 28 stig á toppi deildarinnar en KR og Grindavík eru í 2.-3. sæti bæði með 26 stig og Haukar hafa 22 stig í 4. sæti deildarinnar.

 

Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í Keflavíkurliðinu gegn Hamri með 18 stig en næst henni var Susanne Biemer með 15 stig. Tiffany Roberson gerði 24 stig fyrir Grindavík í DHL-Höllinni og Petrúnella Skúladóttir skoraði 10.

 

VF-Mynd/ [email protected] - Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur í kvöld með 18 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024