Föstudagur 20. júní 2014 kl. 12:52
Keflavík dróst gegn Fram
Nú fyrir stundu var dregið í 8-liða úrslit í Borgunarbikar karla í knattspyrnu. Keflvíkingar munu þar mæta liði Fram á útivelli en leikið verður dagana 6.-7. júlí næstkomandi. Keflvíkingar sigruðu lið Hamars í 16-liða úrslitum.