Keflavík deildarmeistari í körfuknattleik karla
Keflavík er deildarmeistari í körfuknattleik karla eftir að hafa lagt Breiðablik, 98:96, í Smáranum í Kópavogi.Keflavík mætir Haukum í úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfuknattleik og Íslandsmeistarar Njarðvíkur glíma við Breiðablik. Þá mætir KR liðsmönnum Hamars úr Hveragerði og Tindastóll og Grindavík eigast við. Fyrstu leikir 8-liða úrslitanna fara fram 14. og 15. marz.
Morgunblaðið greinir frá.
Morgunblaðið greinir frá.