Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík byrjar á sigri í Bestu deild karla
Markaskorararnir Dagur Ingi Valsson og Sami Kamel ásamt markverðinum Mathias Rosenörn sem átti góðan leik í marki Keflavíkur og varði nokkrum sinnum stórglæsilega. Myndir af Facebook-síðu knattspyrnudeildar Keflavíkur
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 10. apríl 2023 kl. 16:14

Keflavík byrjar á sigri í Bestu deild karla

Besta deild karla í knattspyrnu hófst í dag og Keflvíkingar sóttu Fylkismenn heim í Árbæinnn. Keflavík hefur gengið í gegnum miklar breytingar á leikmannahópnum frá síðast tímabili þegar Keflavík endaði í sjöunda sæti deildarinnar svo liðið er svolítið óskrifað blað fyrir tímabilið í ár. Spekingar Fótbolta.net spá Keflvíkingum tíunda sæti Bestu deildarinnar en nýliðum Fylkis því ellefta.

Leikurinn var hinn fjörugasti og bæði lið fengu nokkur álitleg færi sem fóru forgörðum. Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komust yfir á 30. mínútu með marki úr víti eftir að Frans Elvarsson braut á leikmanni Fylkis í teignum. Staðan 1:0 í hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn í seinni hálfleik og náðu fljótlega undirtökunum. Á 74. mínútu jafnaði Sami Kamel leikinn eftir stoðsendingu frá Degi Inga Valssyni en Kamel er nýr leikmaður hjá Keflavík.

Dagur Ingi var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma þegar Keflavík átti skot á marki, það er varið en Dagur Ingi náði frákastinu og setti boltann í netið (92’). 2:1 fyrir Keflavík því lokatölur og Keflvíkingar byrja tímabilið á sigri.