Keflavík burstaði KR
Keflavík er í öðru sæti Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik með 16 stig að loknum 9 umferðum. Hamar er í efsta sætinu með 18 stig.
Keflavík tók á móti KR um helgina og var munurinn á liðunum hreint ótrúlegur í ljósi þess að KR er í þriðja sæti deildarinnar. Keflavíkurkonur rúlluðu yfir vesturbæjarliðið, 92-49. Jacquline Adamshick skoraði 30 stig fyrir Keflavík og hirti 12 fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir var með 14 stig og hirti 15 fráköst.
Staðan í deildinni er þessi:
Mynd/Bryndís Guðmundsdóttir átti fínan leik með Keflavík.