Keflavík burstaði Hamar
Þrír leikir fóru fram á Suðurnesjum í Intersport-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík gjörsigraði Hamar, 113:74 og sáu Hamarsmenn aldrei til sólar í leiknum þrátt fyrir örlítið kæruleysi heimamanna í leiknum. Njarðvíkingar töpuðu öðrum leik sínum í röð, nú gegn ÍR á heimavelli og voru lokatölur 95:97. Teitur Örlygsson skaut þriggjastigaskoti á lokasekúndunum en hitti ekki. Þá unnu Grindvíkingar öruggan sigur á Skallagrími, 97:80 og halda toppsæti deildarinnar.Staðan í deildinni er sú að Grindvíkingar eru á toppnum með 28 stig, KR og Keflavík koma næst með 24 stig, Haukar eru í 4. sæti með 20 stig og Njarðvíkingar eru í 5. sæti með 18 stig.