Keflavík burstaði grannaslaginn
Eins og við var að búast höfðu Keflvíkingar auðveldan sigur á stöllum sínum úr Njarðvík í 16 liða úrslitum Lýsingarbikarsins í kvennaflokki. Lokatölur leiksins voru 113-46 Keflavík í vil en leikurinn fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík.
Þær Rannveig Kristín Randversdóttir og Margrét Kara Sturludóttir, fyrrum leikmenn Njarðvíkur, voru atkvæðamestar í Keflavíkurliðinu í kvöld. Rannveig gerði 18 stig en Kara setti niður 17 stig. Allir leikmenn Keflavíkur komust á blað í leiknum.
Hjá Njarðvík var Ína Einarsdóttir með 9 stig.
Keflvíkingar eru því komnir í 8 liða úrslit Lýsingarbikarsins en 16 liða úrslitunum lýkur á morgun.
VF-Mynd/ [email protected] - Á myndinni sjást þær Margrét Kara og Ingibjörg Elva en þær léku áður með Njarðvík. Topplið Keflavíkur átti ekki í vandræðum með Njarðvíkinga.