Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 25. mars 2001 kl. 19:30

Keflavík betri en Tindastóll á pappírnum

Keflvíkingar ættu að hafa yfirhöndina gegn Sauðkræklingum samkvæmt samanburði á byrjunarliðum liðanna, tölulegum staðreyndum og áliti "sjálfsskipaðs gæðafulltrúa VF". Leikstjórnandastaðan er sérlega sterk hjá Keflavík þar sem þrír landsliðsmenn skipta á milli sín mínútunum en Adonis Pomones ber einn hitann og þungan hjá norðanmönnum. Þá er bekkur Keflvíkinga ótalinn en hann verma hvorki fleiri né færri en 4 landsliðsmenn, Falur Harðarson, Magnús Gunnarsson, Fannar Ólafsson og Jón Nordal Hafsteinsson. Calvin Davis og Shawn Myers

Hér eru á ferðinni bestu miðherjar deildarinnar í dag. Báðir eru þeir hávaxnir, skora mikið, frákasta mikið, verja mörg skot og eru liðum sínum
lífsnauðsynlegir frá fyrstu mínútu. Myers er að spila 38 mínútur að meðaltali en hefur þrátt fyrir álagið ekki misst úr leik. Tölurnar
sem hann er að skila eru ótrúlega góðar en það sama er víst hægt að segja um Davis líka. Villuvandræði á annan hvorn gætu gert gæfumuninn
í hverjum leik þessarar seríu. Með innkomu Fannars Ólafssonar minnkar álagið óneitanlega á Davis og standa Keflvíkingar verulega
betur að vígi fyrir vikið. Ójá, vörðu skotin, Myers 46, Davis 75 en rússinn Antropov bætir það upp með 51 vörðu skoti fyrir Sauðkræklinga.











NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Calvin Davis3326,460,34068,214,51,92,33,3
Shawn Myers 3824,95540,468,316,43,53,93,3


Guðjón Skúlason og Kristinn Friðriksson

Þetta er stórskyttur liðanna, fallbyssurnar. Báðir eru óstöðvandi þegar sá er gállinn á þeim en Kristinn nýtur þess að geta skapað sér
skot úr engu auk þess sem hann er eini leikmaðurinn í rimmu þessari sem ekki þarf að spila á útivelli. Á móti kemur að Guðjón er stöðugri
skytta og að Guðjón fær sín skot svo til undantekningalaust upp úr leikkerfum á meðan Kristinn er meira í einstaklingsframtakinu. Kiddi
Gunn eins og hann er kallaður ætti þó að geta "misnotað" Gauja litla í nágrenni við teiginn þar sem hann hefur meiri líkamlega burði.
Báðir þessir piltar eru svokallaðir "showstoppers" þeir geta efnt til sýningar og gert út um leik á nokkrum mínútum.











NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Guðjón Skúlason2715,450,537,491,42,02,61,42,0
Kristinn Friðriksson2913,747,828,9752,92,71,21,2


Birgir Ó. Birgisson og Svavar Birgisson

Báðir eru harðir varnarmenn og góðir frákastarar en Birgir nýtur þess að hafa fleiri sóknarmenn í kringum sig. Hann hefur ekki átt góðan
vetur og ef fyrstu sóknartilburðir hans ganga ekki upp er hætt við að sjálfstraustið fjúki. Svavar getur meira sóknarmegin á vellinum en
hefur ekki byrjað úrslitakeppnina vel og þarf að snúa við blaðinu til að stimpla sig endanlega inn sem gæðaleikmaður.












NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Birgir Ó. Birgisson226,239067,85,01,41,01,1
Svavar Birgisson 2711,559,62565,65,31,21,01,8

Hjörtur Harðarson og Adonis Pomones

Adonis Pomones á erfiða rimmu fyrir höndum. Hann á við þrjá landsliðsleikstjórnendur að eiga. Aðeins einn þeirra þarf að eiga toppdag
til að Keflavík sigri. Hjörtur hefur leikið flestar mínútur að meðaltali og fær því stöðuna hér. Pomones er erfiður andstæðingur, sleipur
sem áll gleymi einhver honum andartak en þetta er samt sem áður ójafnasta viðureignin svona maður-á-þrjá menn litið. Magnús Gunnarsson
hefur verið í athyglishvíld seinni hluta vetrar en gæti sprungið út hvenær sem er og Falur Harðarson gæti splundrað upp vörn Tindastóls
alveg eins og hann gerði við Hamarsvörnina í fyrri leiknum í Keflavík.











NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Hjörtur Harðarson278,541,33361,82,55,01,42,5
Adonis Pomones2911,251,332,4702,05,41,93,2


Gunnar Einarsson og Ómar Sigmarsson

Hittast hér stálnaglar tveir og harður hausinn á báðum. Úrvalsleikmenn og sterkir karakterar sem bæði skila liðum sínum góðu dagsverki
í sókn sem vörn. Báðir hafa átt betri tímabil og langar eflaust til að stíga skref upp á við í úrslitakeppninni. Gunnar er stærri og
sterkari en útreiknanlegri en Ómar sem dettur allur fjandinn í hug, gáfulegt eður ei, og getur klárað hugmyndirnar líka. Líkurnar eru
vissulega Keflavíkurmegin í þessu einvígi og Gunnar hefur verið sterkur í úrslitakeppninni eftur vetur undir væntingum.











NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Gunnar Einarsson2910,544,837,263,93,12,31,12,1
Ómar Sigmarsson 237,036,233,769,21,23,11,43,3

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024