Keflavík beið lægri hlut í framlengdum leik
Keflvíkingar fóru fýluferð austur á Hérað í gær þar sem heimamenn í Hetti knúðu fram fimm stiga sigur í Bónusdeild karla í körfuknattleik í sveiflukenndum en spennandi leik.
Keflavík hafði sjö stiga forystu (72:79) fyrir fjórða leikhluta en heimenn unnu sig inn í leikinn í fjórða leikhluta og eftir venjulegan leiktíma var staðan 103:103 og því farið í framlengingu.
Höttur - Keflavík 120:115 (32:27, 20:31, 20:21, 31:24, 17:12)
Eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik höfðu Keflvíkingar sex stiga forskot á heimamenn (52:58), þeir juku muninn í sjö stig í þeim þriðja (72:79) en fataðist flugið í fjórða leikhluta.
Hattarmenn lentu níu stigum undir í upphafi fjórða leikhluta (72:81) en Keflvíkingar áttu ekkert svar við góðri rispu heimamanna sem fylgdi í kjölfarið og þeir minnkuðu muninn í tvö stig (79:81).
Keflvíkingar héldu yfirhöndinni allt þar til um ein og hálf mínúta var til loka fjórða leikhluta en þá jafnaði Höttur í 100:100 og settu þrist niður skömmu síðar til að ná forystu (103:103).
Jarell Reischel setti niður þriggja stiga körfu til að jafna í 103:103 og hann fékk færi til að klára leikinn fyrir Keflavík eftir að Hattarmenn hittu ekki út þriggja stiga skoti. Reischel náði þá ekki að setja niður lay-up og leikurinn fór því í framlengingu.
Framlengingin var jöfn og spennandi en í stöðunni 110:110 tóku heimamenn að síga fram úr og höfðu að lokum betur (120:115).
Frammistaða Keflavíkinga: Wendell Green 32/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jarell Reischel 16/5 fráköst, Jaka Brodnik 15/4 fráköst, Hilmar Pétursson 15/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 14, Igor Maric 10/4 fráköst, Sigurður Pétursson 7/7 fráköst, Marek Dolezaj 6/6 fráköst, Nikola Orelj 0, Ismael Herrero Gonzalez 0, Jakob Máni Magnússon 0, Frosti Sigurðsson 0.