Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík B sigraði Njarðvík í nágrannaslag
Miðvikudagur 11. febrúar 2009 kl. 10:52

Keflavík B sigraði Njarðvík í nágrannaslag



Spennandi nágranna – og toppslagur fór fram í Ljónagryfjunni í 1. deild kvenna síðastliðinn föstudag þar sem Njarðvík tók á móti Keflavík b í kvennakörfunni.

Leikurinn var mjög jafn framan af og var staðan í fyrri hálfleik 40-40. Í fjórða leikhluta voru Njarðvíkurstúlkur þó mun atkvæðameiri til að byrja með og voru komnar 16 stigum yfir þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum. Virtist sem sigur Njarðvíkinga væri í höfn en Keflavík gafst ekki upp og skoraði hverja körfuna á fætur annarri ásamt því að spila sterka vörn. Undir lok skildu aðeins 2 stig liðin að og kláraði Keflavík leikinn á vítalínunni eftir nokkur brot Njarðvíkinga í lokin en þetta unga og efnilega lið þar sem flestir leikmenn eru á 16. ári var með frábæra vítanýtingu í leiknum eða 92,3%. Leikurinn endaði með þriggja stiga sigri Keflvíkinga 81-84.
Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Ína María Einarsdóttir með 17 stig og Heiða Björg Valdimarsdóttir með 15.
Stigahæstu menn Keflavíkur voru María Ben með 15 stig (11 fráköst) og Eva Rós Guðmundsóttir með 14 sem voru öll skoruð á vítalínunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

mynd af umfn.is: Sigurlaug R. Guðmundsdótir, fyrirliði Njarðvíkurstúlkna náði ekki að stýra sínu liði til sigurs gegn erkifjendunum úr Keflavík.