Keflavík aftur á sigurbraut eftir sigur á Grindavík
Keflavík lagði Grindavík örugglega af velli í Dominos-deild kvenna, 57-83, á útivelli í gærkvöld. Grindavík var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta en svo hrundi leikur liðsins í öðrum leikhluta sem Keflavík vann með 24 stigum og tók því örugga forystu. Gestirnir úr Keflavík áttu svo ekki í vandræðum með að skila góðum sigri í hús.
Stigaskor var nokkuð jafnt hjá Keflavík því þær Bryndís Guðmundsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir voru atkvæðamestar með 16 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir kom næst með 15 stig. Hjá Grindavík var Crystal Smith atkvæðamest með 21 stig en Harpa Rakel Hallgrímsdóttir kom næst með 12 stig.
Njarðvík tapaði á sama tíma fyrir Haukum á útivelli, 86-57. Njarðvík byrjaði leikinn ákaflega illa og var 15 stigum undir eftir fyrsta leikhluta. Lele Hardy skoraði 16 stig fyrir Njarðvík og var atkvæðamest.
Eftir leiki kvöldsins er Keflavík efst í deildinni með 30 stig, Grindavík í 6. sæti með 10 stig og Njarðvík í 7. sæti með 8 stig.
Tölur úr leikjum gærkvöldsins:
Grindavík-Keflavík 57-83 (18-17, 8-32, 19-20, 12-14)
Grindavík: Crystal Smith 21/5 fráköst/3 varin skot, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 12/9 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/9 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 4/9 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Petrúnella Skúladóttir 2/5 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/4 fráköst, Mary Jean Lerry F. Sicat 2/4 fráköst.
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 16/7 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir/3 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 16/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/4 fráköst, Jessica Ann Jenkins 13/10 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8/9 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 5, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 5/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2.
Haukar-Njarðvík 86-57 (21-6, 21-19, 19-19, 25-13)
Njarðvík: Lele Hardy 16/14 fráköst/6 stoðsendingar/12 stolnir, Eyrún Líf Sigurðardóttir 13, Svava Ósk Stefánsdóttir 7, Ína María Einarsdóttir 4, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 4/5 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 4, Sara Dögg Margeirsdóttir 4, Erna Hákonardóttir 3, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2.