Keflavík aftur á sigurbraut
Keflvíkingar jörfnuðu metin í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta í dag. Þar unnu þær 74-82 sigur á Valsstúlkum þar sem Jessica Jenkins fór á kostum og skoraði 34 stig. Eftir góða byrjum Keflvíkinga var leikurinn jafn í hálfleik, 39-39. Í síðari hálfleik voru Keflvíkingar ávallt skrefinu á undan og uppskáru að lokum 8 stiga sigur á útivelli.
Eins og áður segir var Jenkins sjóðandi heit en hún setti niður 6 þriggja stiga skot í leiknum. Pálína Gunnlaugsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir áttu góðan leik en þær skoruðu 15 stig hvor. Pálína átti auk þess 12 stoðsendingar á stöllur sínar á meðan Sara stal 7 boltum í leiknum og varði 2 skot.
Næsti leikur liðanna fer fram í Keflavík á mánudag.
Tölfræðin:
Keflavík: Jessica Ann Jenkins 34/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 15/6 fráköst/7 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/5 fráköst/12 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 7, Ingunn Embla Kristínardóttir 3, Lovísa Falsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.
Valur: Jaleesa Butler 28/17 fráköst/3 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 14/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 13, Þórunn Bjarnadóttir 10/7 stoðsendingar, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2/4 fráköst, María Björnsdóttir 2, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0.