Keflavík áfrýjar úrskurði KSÍ
Framkvæmdastjórn KSÍ hefur hafnað beiðni Keflavíkur um undanþágu til að fá nýjan markvörð til liðsins vegna meiðsla Ómars Jóhannssonar.
Þar af leiðandi hafa Keflvíkingar einungis varamarkvörðinn, Árna Frey, og markvörð 3. flokks sem er ný orðinn sextán ára gamall. „Við erum ekkert hræddir við Árna, við getum alveg spilað á honum, en okkur finnst einum of að stilla okkur upp með nýorðnum 16 ára varamarkmanni í efstu deild,“ sagði Þorsteinn Magnússon, formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur, í samtali við Víkurfréttir nú rétt í þessu.
Þorsteinn staðfesti að þeir séu búnir að áfrýja úrskurði framkvæmdastjóra KSÍ. „Við erum búnir að áfrýja þessu, áfrýjunarnefndin kemur saman núna klukkan fjögur þannig að við eigum von á niðurstöðu frá henni mjög fljótlega eftir það,“ sagði Þorsteinn.
Mynd/Jón Örvar Arason - Árni Freyr, varamarkvörður Keflvíkinga, ver skot á æfingu hjá liðinu.