Keflavík áfram í bikarnum
Keflvíkingar eru komnir í átta liða úrslit Valitor-bikarsins í knattspyrnu eftir góðan sigur gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld.
Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og Guðmundur Steinarsson kom þeim yfir strax á fjórðu mínútu með skalla eftir undirbúning Magnúsar Þóris Matthíassonar.
Eftir hornspyrnu Guðmundar Steinarssonar skoraði Andri Steinn Birgisson síðan annað skallamark á 21. mínútu fyrir Keflvíkinga en Haukar náðu að minnka muninn fyrir leikhlé. Það var svo Jóhann Birnir Guðmundsson sem gerði út um leikinn korteri fyrir leikslok með laglegu marki.
Hér má sjá myndasafn úr leiknum
Myndir Tomasz Kolodziejski: Jóhann Birnir Guðmundsson hefur verið iðinn við markaskorun í sumar og að ofan má sjá hann skora í kvöld og neðri myndin sýnir Magnús Þórir Matthíasson pússa skó Jóhanns.