Keflavík á toppnum í Lengjubikarnum
Kvennalið Keflavíkur í knattspyrnu situr á toppi riðils 2 í C-deild Lengjubikarsins eftir fjórar umferðir en liðið er með fullt hús stiga. Keflavík mætti ÍR sl. föstudag í Reykjaneshöllinni en nokkrir af lykilleikmönnum liðsins eru frá vegna verkefna með U17 ára landsliðinu, þrátt fyrir það vann liðið með fjórum mörkum gegn einu.
Markaskorarar Keflavíkur voru:
Marín Rún Guðmundsdóttir (11)
Anita Lind Daníelsdóttir (24)
Mairead Clare Fulton (27)
Sophie Groff (73)