Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík á toppnum í Inkasso-deild kvenna
Mynd úr safni.
Fimmtudagur 28. júní 2018 kl. 12:54

Keflavík á toppnum í Inkasso-deild kvenna

Keflavík er að gera góða hluti í Inkasso-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Eftir fimm leiki eru Keflavíkurstúlkur á toppnum með 13. stig. Þær hafa unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli.
 
Í gærkvöldi tóku Keflavíkurstúlkur á móti Aftureldingu/Fram á Nettóvellinum í Keflavík. Útslit urðu 4-1 sigur heimakvenna. Þær Marín Rún Guðmundsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Mairead Clare Fulton og  Natasha Moraa Anasi skoruðu mörk Keflavíkur en Sigríður Þóra Birgisdóttir skoraði mark gestanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024