Keflavík á toppnum í Inkasso-deild kvenna
Keflavík er að gera góða hluti í Inkasso-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Eftir fimm leiki eru Keflavíkurstúlkur á toppnum með 13. stig. Þær hafa unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli.
Í gærkvöldi tóku Keflavíkurstúlkur á móti Aftureldingu/Fram á Nettóvellinum í Keflavík. Útslit urðu 4-1 sigur heimakvenna. Þær Marín Rún Guðmundsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Mairead Clare Fulton og Natasha Moraa Anasi skoruðu mörk Keflavíkur en Sigríður Þóra Birgisdóttir skoraði mark gestanna.