Keflavík á toppnum eftir jafntefli
Keflavík mætti Þrótt Reykjavík í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu í gær og endaði leikurinn með 2-2 jafntefli. Keflavík hefur farið vel af stað í deildinni í ár og sitja þær í efsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir þrjár umferðir.
Natasha Moraa Anasi skoraði bæði mörk Keflavíkur í leiknum en Þróttur leiddi 2-1 í hálfleik.
Þróttur R. 2-2 Keflavík
0-1 Natasha Moraa Anasi ('6)
1-1 Gabriela Maria Mencotti ('28)
2-1 Gabriela Maria Mencotti ('43)
2-2 Natasha Moraa Anasi ('52)