Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík á toppnum
Keflavík og Grindavík unnu en Njarðvík tapaði.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 23. febrúar 2023 kl. 15:29

Keflavík á toppnum

Keflavík er í efsta sæti Subway-deildar kvenna í körfubolta en liðið vann Fjölni nokkuð örugglega í gærkvöldi. Sama kvöld töpuðu Íslandsmeistarar Njarðvíkur fyrir Haukum á heimavelli með þriggja stiga mun. Grindavík vann ÍR á heimavelli með fimmtán stiga mun.

Daniela Wallen fór mikinn eins og oft áður hjá Keflavík. Hún skoraði 33 stig og tók 14 fráköst. Leikurinn var mjög sveiflukenndur. Fjölnir var með 17 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta þar sem Keflavík skoraði aðeins tíu stig. Keflvíkingar gáfust ekki upp og unnu þenna mun upp jafnt og þétt og komust fyrst yfir í fjórða leikhluta sem fór 9-22 fyrir bítlabæjarliðið. Lokatölur 81-93 í Grafarvogi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölnir-Keflavík 81-93 (27-10, 23-28, 22-33, 9-22)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 33/14 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Agnes María Svansdóttir 14/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 11, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9/6 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Ólöf Rún Óladóttir 8, Karina Denislavova Konstantinova 5/5 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 3, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Erna Ósk Snorradóttir 0.

Dómarar: Sigurbaldur Frimannsson, Johann Gudmundsson, Ingi Björn Jónsson

Njarðvík tapaði 74-77 í hörku spennandi leik í Ljónagryfjunni. Jafnt var á með liðunum allan tímann en þær rauðu höfðu betur í lokin. Njarðvík er í 4. sæti í deildinni, fjórum stigum fyrir ofan Grindavík sem er í 5. sæti.

Njarðvík-Valur 74-77 (20-18, 14-24, 20-18, 20-17).

Njarðvík: Raquel De Lima Viegas Laneiro 22/6 fráköst, Lavinia Joao Gomes Da Silva 18/4 fráköst/7 stoðsendingar, Aliyah A'taeya Collier 14/8 fráköst/6 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 11/4 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3/4 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 0, Eva María Lúðvíksdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Grindavík vann ÍR örugglega 77-62. Þær grindvísku náðu góðri forystu í fyrri hálfleik og héldu henni út leikinn. 

Grindavík-ÍR 77-62 (22-11, 20-15, 18-19, 17-17)

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 21/6 fráköst/8 stoðsendingar, Elma Dautovic 15/14 fráköst/6 stolnir, Hulda Björk Ólafsdóttir 12, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 9/11 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 6/10 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 5/5 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 4/4 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 3, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2, Elín Bjarnadóttir 0, Edda Geirdal 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0.