Keflavík á toppnum
Keflvíkingar sigruðu ÍS og Grindavík í vikunni, Grindvíkinga 98-39 og eru efstar ásamt erkifjendunum KR-ingum en Grindvíkingar sitja í neðsta sæti deildarinnar. Næstu leikir eru í kvöld í Grindavík er KR-ingar koma í heimsókn og annað kvöld mætast síðan Keflavík og KFÍ í Heiðarskóla, já Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Sá leikur ætti að vera skemmtilegur, þó ekki væri nema vegna staðsetningarinnar og að með KFÍ leikur gríðarsterkur bandarískur leikmaður Ebony Dickinson.