Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík á toppinn: Grindavíkursigur í Garðabæ
Fimmtudagur 25. október 2007 kl. 21:29

Keflavík á toppinn: Grindavíkursigur í Garðabæ

Keflvíkingar skelltu sér á topp Iceland Express deildar karla í kvöld eftir öruggan sigur á nýliðum Þórs frá Akureyri 99-85. Keflvíkingar hafa því unnið þrjá fyrstu leiki sína í röð í deildinni. Njarðvíkingar eru einnig taplausir og mæta ÍR annað kvöld og geta jafnað Keflavík á toppnum með sigri.

 

Grindvíkingar gerðu svo góða ferð í Garðabæinn þegar þeir lönduðu naumum 86-92 sigri gegn nýliðum Stjörnunnar. Jonathan Griffin fór mikinn í Grindavíkurliðnu með 26 stig, 4 fráköst og 3 stolna bolta en hann var drjúgur á lokamínútum leiksins, rétt eins og gegn KR í annarri umferð.

 

VF-Mynd/ Jón Júlíus KarlssonJonathan Griffin í baráttunni í Garðabæ í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024