Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík á toppinn eftir sigur á Snæfelli
Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 26 stig í kvöld.
Miðvikudagur 24. október 2012 kl. 23:50

Keflavík á toppinn eftir sigur á Snæfelli

Keflavík er á toppi Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik eftir sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld. Lokatölur..

Keflavík er á toppi Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik eftir sigur á Snæfelli á heimavelli í kvöld. Lokatölur urðu 73-69 í spennandi leik. Góður endasprettur Keflavíkur tryggði heimakonum sigur en Snæfell hafði yfirhöndina að loknum þremur leikhlutum.

Keflavíkurkonur hafa unnið alla leiki sína í deildinni til þessa og eru efstar með 10 stig að fimm leikjum loknum. Pálína Gunnlaugsdóttir átti góðan leik hjá Keflavík í kvöld og skoraði 26 stig auk þess að taka 9 fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir kom næst með 16 stig og 8 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík og Njarðvík léku einnig í kvöld. Grindavík tapaði á heimavelli fyrir Val, 56-74. Petrúnella Skúladóttir var atkvæðamest í liði Grindavíkur með 15 stig. Njarðvík tapaði á útivelli fyrir KR, 74-67. Lele Hardy var atkvæðamest hjá Njarðvík með 30 stig og 21 frákast. Stigaskor leikmanna má sjá hér að neðan auk stöðunnar í Dominos-deild kvenna.

Keflavík-Snæfell 73-69 (18-15, 18-20, 12-20, 25-14)

Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 26/9 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 16/8 fráköst, Jessica Ann Jenkins 13, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 10/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2/8 fráköst.

Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 20/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kieraah Marlow 14/11 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 14/13 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 10/8 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 4/7 fráköst/5 varin skot.

KR-Njarðvík 74-67 (19-15, 21-19, 12-16, 22-17)

KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/12 fráköst/5 stolnir, Helga Einarsdóttir 16/12 fráköst, Patechia Hartman 16/6 fráköst/9 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 8/9 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 6, Björg Guðrún Einarsdóttir 5, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2.

Njarðvík: Lele Hardy 30/21 fráköst/5 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 12, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9, Sara Dögg Margeirsdóttir 6, Ásdís Vala Freysdóttir 4, Eyrún Líf Sigurðardóttir 4, Erna Hákonardóttir 2.

Grindavík-Valur 56-74 (13-28, 9-15, 14-13, 20-18)

Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 15/8 fráköst/3 varin skot, Helga Rut Hallgrímsdóttir 14/14 fráköst, Crystal Smith 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Berglind Anna Magnúsdóttir 7/5 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 4/10 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 3, Ingibjörg Sigurðardóttir 2.

Valur: Alberta Auguste 21/16 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 13/8 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10/4 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9/4 fráköst/5 stolnir, María Björnsdóttir 6/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/7 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/5 stoðsendingar, Ragnheiður Benónýsdóttir 3/7 fráköst.

Staðan í Dominos-deild kvenna:
1       Keflavík        5       5       0       401     -       285     10
2       Snæfell 5       4       1       366     -       294     8
3       Valur   5       4       1       338     -       286     8
4       KR      5       3       2       310     -       325     6
5       Njarðvík        5       2       3       321     -       348     4
6       Fjölnir 5       1       4       315     -       377     2
7       Haukar  5       1       4       322     -       353     2
8       Grindavík       5       0       5       274     -       379     0

Næstu leikir:
31.10. Fjölnir-Grindavík
31.10. Valur-Keflavík
31.10. Snæfell-Njarðvík
31.10. Haukar-KR