Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík á toppinn
Miðvikudagur 17. október 2007 kl. 08:47

Keflavík á toppinn

Keflavík burstaði Val í gærkvöldi þegar liðin mættust í Vodafonehöllina í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Lokatölur leiksins voru 62-101 Keflavík í vil.

 

Góð byrjun hjá Keflavík að þessu sinni og nokkuð óvænt hve stór sigurinn var þar sem flestir höfðu gert ráð fyrir því að Valsmenn myndu tefla fram sterku liði í ár. Fjölmargir leikmenn úr röðum ÍS gengu yfir í Val og ÍS lagt niður í kjölfarið í kvennaboltanum.

 

Næsti leikur Keflavíkur í deildinni verður svo þann 31. október þegar þær mæta Grindavík í grannaslag kl. 19:15 í Sláturhúsinu.

 

VF-Mynd/ [email protected] - Frá leik Keflavíkur og Fjölnis á dögunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024