Keflavík á toppinn, Grindavík gerir jafntefli heima
Keflavík er í toppsæti Landsabankadeildar karla eftir leiki kvöldsins, en þeir unnu góðan útisigur á Fram, 0-2. þar sem Þórarinn Brynjarsson gerði bæði mörkin á lokakafla leiksins.
Þá gerðu Grindvíkingar jafntefli á heimavelli gegn Þrótti, 2-2. Þróttarar komust yfir á 54. mínútu með marki Þórðar Hreiðarssonar úr vítateig, en Zoran Stamenic jafnaði leikinn skömmu síðar. Scott Ramsey kom Grindvíkingum svo yfir á 77. mínútu með glæsilegu marki eftir frábæran einleik og stefndi allt í fyrsta heimasigur þeirra gulu í sumar en Hjörtur Hjartarson jafnaði metin á ný úr vítaspyrnu á 87. mín. Zancarlo Simunic, markvörður var hársbreidd frá því að verja, en inn fór knötturinn og jafntaefli staðreynd.
Grindvíkingar eru nú í 8. sæti deildarinnar með þægilegan 7 stiga mun á fallsætin sem ÍA og HK verma.
Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.
Mynd: Hafliði/www.fotbolti.net - Úr leik Keflavíkur og Fram í kvöld