Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 20. júní 2003 kl. 22:34

Keflavík á toppinn

Keflvíkingar komust upp í efsta sæti 1. deildar karla í knattspyrnu er liðið vann Leiftur/Dalvík, 1:0, í Keflavík nú í kvöld. Hólmar Rúnarsson skoraði mark Keflavíkur á 57. mínútu.Keflavík er efst í deildinni með 12 stig eins og Víkingur en hefur betra markahlutfall. Þór fylgir fast á eftir með 11 stig. Keflavík á leik til góða við Hauka.

Þá skildu Stjarnan og Njarðvík jöfn, 1:1, í Garðabæ. Snorri Már Jónsson skoraði mark Njarðvíkur á 16 mínútu eftir að Stjarnan hafði komist yfir á fjórðu mínútu.

3. deild karla- B-riðill
Reynir S - Leiknir R 1-1

Myndin: Úr leik Keflavíkur og Leiftur/Dalvík. Mynd: HRÓS
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024