Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík á sigurbraut
Fimmtudagur 12. nóvember 2015 kl. 10:31

Keflavík á sigurbraut

Sigruðu Valskonur á heimavelli

Keflvíkingar báru sigurorð af Valskonum í Domino's deild kvenna á heimavelli í gær. Lokatölur urðu 71-66 fyrir heimakonur í nokkuð spennandi leik. Keflvíknigar voru betri aðilinn framan af leik og leiddu í hálfleik með tveimur stigum. Í þriðja leikhluta náðu Keflvíkingar góðu forskoti og munurinn var 15 stig þegar lokaleikhlutinn hófst.

Sóknarleikurinn gekk ekki vel í síðasta leikhluta hjá heimaliðinu, þar sem Keflvíkingar skoruðu aðeins 7 stig gegn 17 frá Valskonum. Þær keflvísku náðu þó að landa mikilvægum og sterkum sigri og halda áfram á sigurbraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Melissa Zorning skoraði 27 stig fyrir Keflvíkinga og var þeirra besti leikmaður. Sandra Lind Þrastardóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir voru einnig drjúgar en liðsheildin var sterk hjá Keflvíkingum.

Tölfræði leiksins