Keflavík A og Keflavík B mættust í undanúrslitum
Skemmtileg viðureign átti sér stað í undanúrslitum í 9. flokki kvenna í körfu um sl. helgi. Þá spilaði Keflavík b, sem er í raun 8. flokkur félagsins við Keflavík a um sæti í úrslitum. Keflavík b gerði sér lítið fyrir og sigraði leikinn 56:42 en staðan í hálfleik var 32:21. María Ben átti stórleik hja b-liðinu og skoraði 27 stig en hjá a-liðinu var Anna María Ævarsdóttir best með 17 stig. B-liðið spilaði svo í úrslitum við Hauka en töpuðu 31:29 eftir æsispennandi leik og þurftu því að sætta sig við 2. sætið sem er frábær árangur hjá stúlkunum enda einu ári yngri en keppinautarnir. Bryndís Guðmundsdóttir var stigahæst hjá b-liðinu í úrslitaleiknum með 14 stig og María Ben með 11 stig.
Talsverð umræða vaknaði eftir leikinn um hvort rétt væri að láta tvö lið innan sama félags keppa gegn hvor öðru. Hvort ekki hefði verið rétt að búa til “úrvalslið“ beggja liða því þá hefði Íslandsmeistartitillinn væntanlega unnist. Þetta hefur einnig verið erfitt fyrir stuðningsmenn liðanna því þeir þurftu að etja kappi gegn hvor öðrum, fólk sem vananlega styður sama liðið. Um þetta eru þó skiptar skoaðanir og hafa báðir aðilar nokkuð rétt til málanna að leggja. Það er þó nokkuð ljóst að í báðum liðum eru framtíðarleikmenn meistaraflokks og því má segja að framtíðin sé björt í kvennakörfunni í Keflavík.
Talsverð umræða vaknaði eftir leikinn um hvort rétt væri að láta tvö lið innan sama félags keppa gegn hvor öðru. Hvort ekki hefði verið rétt að búa til “úrvalslið“ beggja liða því þá hefði Íslandsmeistartitillinn væntanlega unnist. Þetta hefur einnig verið erfitt fyrir stuðningsmenn liðanna því þeir þurftu að etja kappi gegn hvor öðrum, fólk sem vananlega styður sama liðið. Um þetta eru þó skiptar skoaðanir og hafa báðir aðilar nokkuð rétt til málanna að leggja. Það er þó nokkuð ljóst að í báðum liðum eru framtíðarleikmenn meistaraflokks og því má segja að framtíðin sé björt í kvennakörfunni í Keflavík.