Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík á flesta leikmenn í liði ársins
Fimm leikmenn Keflavíkur eru í liði ársins. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 6. nóvember 2020 kl. 18:23

Keflavík á flesta leikmenn í liði ársins

Joey Gibbs leikmaður Lengjudeildarinnar

Fótbolti.net fékk þjálfara og fyrirliða Lengjudeildarliðanna til að velja úrvalslið tímabilsins 2020. Keflvíkingar eiga fimm leikmenn í liðinu auk þess sem ástralski markahrókurinn Joey Gibbs var valinn besti leikmaðurinn.

Keflavík stóð uppi sem Lengjudeildarmeistari 2020 og þótti leika frábærlega í sumar. Liðið skoraði 57 mörk í nítján leikjum, af þeim átti Gibbs 21 mark. Bæði Keflavík og Joey Gibbs voru hársbreidd frá því að slá markamet deildarinnar þegar mótið var blásið af.


Liðið er þannig skipað:
Guy Smit (Leiknir R.)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.)
Nacho Heras (Keflavík)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)

Fred Saraiva (Fram)
Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Nacho Gil (Vestri)

Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Joey Gibbs (Keflavík)
Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)