Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík á fjóra fulltrúa í úrvalsliðum Iceland Express deildanna
Þriðjudagur 4. janúar 2011 kl. 13:31

Keflavík á fjóra fulltrúa í úrvalsliðum Iceland Express deildanna

Nú í dag voru veitt verðlaun fyrir fyrri hluta keppnistímabils í Iceland Express deild karla og kvenna. Keflvíkingar áttu fjóra fulltrúa í liðunum, tvo úr karlaflokk og tvo úr kvennaflokk. Grindvíkingar áttu einnig fulltrúa í kjörinu og Njarðvíkingar áttu besta dómarann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingarnir Hörður Axel Vilhjálmsson og Lazar Trifunovic komust í úrvalslið karlanna og svo var Grindvíkingurinn Ryan Pettinella valinn dugnaðarforkurinn eða besti varnarmaðurinn.

Hjá konunum voru þær Keflavíkurmeyjar Bryndís Guðmundsdóttit og Pálína Gunnlaugsdóttir í úrvalsliðinu og auk þess var liðsfélagi þeirra Jaquline Adamshick kjörin dugnaðarforkurinn eða besti varnarmaður. Njarðvíkingurinn Margrét Kara Sturludóttir var einnig í úrvalsliðinu en hún leikur með KR.

Besti dómarinn var svo Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson en hann var kjörinn af öllum þjálfurum úr Iceland Express deildum karla og kvenna.

Ljósmyndir/ Jón Björn-karfan.is: Á efri myndinni er úrvalslið IEX deildar kvenna en á myndina vantar Jaquline Adamshick leikmann Keflavíkur. Á neðri myndinni er úrvalslið Iceland Express deildar karla.