Keflavík á botninum eftir fyrstu þrjá leikina
Keflavík situr á botninum í Bestu-deild kvenna eftir 4-2 tap á útivelli gegn Fylki í gær. Þjálfari Fylkis er Keflvíkingurinn Gunnar Jónsson, fyrrverandi þjálfari Keflavíkur. Meðal leikmanna í Keflavík var dóttir hans, Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir.
Fylkir náði forystu á 9. mínútu en Caroline McCue Van Slambrouck jafnaði á 17. mínútu. Heimakonur bættu við þremur mörkum þar til Saorla Lorraine Miller minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 77. mínútu en lengra komust Keflvíkingar ekki þrátt fyrir ágæta sóknartilburði.
„Ég neita því ekki að það var erfitt og óþægileg tilfinning að mæta sínu gamla liði og dóttur sinni,“ sagði Gunnar í viðtali við fotbolti.net eftir leikinn.
Keflvíkingar voru að fá tvo nýja leikmenn til liðsins, þær koma frá Póllandi og heita Oliwia Marta Soieminska og Regina Solaug Fiabema. Þá endurheimti Keflavík Caroline Slambrouck sem hafði lagt skóna á hilluna en hún skoraði annað mark liðsins gegn Fylki.
Næsti leikur Keflvíkinga er gegn stórliði Vals á miðvikudaginn.