Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík á botninum
Þriðjudagur 23. júlí 2013 kl. 09:08

Keflavík á botninum

Keflvíkingar sitja á botni Pepsi-deildar karla eftir leiki gærdagsins, en liðið lék síðast á laugardag þar sem FH-ingar höfðu sigur á Nettóvellinum. Keflavík hefur sjö stig í 12. sæti deildarinnar en ÍA og Fylkir hafa sama stigafjölda, markatala þeirra er þó hagstæðari. Aðeins eitt lið hefur skorað færri mörk en Keflavík á þessu tímabili en það er lið nýliða Víkings frá Ólafsvík. Keflvíkingar hafa skoraði 12 mörk í 11 leikjum. Aðeins eitt lið hefur fengið á sig fleiri mörk en lærisveinar Kristjáns Guðmundssonar en nú hefur vörn Keflvíkinga fengið á sig 25 mörk, á meðan Þórsarar hafa séð boltann 28 sinnum í eigin neti.

Liðin fyrir ofan Keflvíkinga hafa þó leikið 12 leiki á meðan Suðurnesjamenn hafa leikið 11. Næsti leikur Keflvíkinga er gegn KR á útivelli en sá leikur fer fram sunnudaginn 28. júlí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024