Keflvíkingar gegn Fjölnismönnum Fals - Keflavíkurkonur fá KR
Karlalið Keflvíkinga sem vann Njarðvík í 16-liða úrslitum Geysis-bikarkeppninnar í körfu fara í Grafarvoginn og leika gegn Fjölnismönnum í 8-liða úrslitum. Falur Harðarson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur stýrir Fjölni og Hjalti Þór Vilhjálmsson, núverandi þjálfari Keflavíkur þjálfaði áður Fjölni.
Keflavíkurstúlkur fá erfiða viðureign en þær mæta KR í 8-liða úrslitum. Leikirnir fara fram 19.-20.janúar 2020.
Með fréttinni er myndasafn úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur í 16-liða úrslitunum. Myndir: Páll Orri Pálsson.