Keflavík 23 úr leik.
23 ára lið Keflavíkur féll úr keppni í Coca-Cola bikar karla í knattspyrnu, eftir að liðið tapaði fyrir 23 ára liði ÍBV í gærkvöld. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma 2-2 og þurfti því að grípa til framlengingar. Að framlengingunni lokinni var staðan orðin 3-3 og þurfti því vítaspyrnukeppni til að ráða úrslitum um hvort liðið kæmist áfram í næstu umferð. Skemmst er frá því að segja að Eyjamenn skoruðu þrjú mörk úr vítaspyrnukepppninni en Keflvíkingar aðeins eitt. Leiknum lauk því með sigri Eyjamanna 6-4. Magnús Þorsteinsson skoraði tvö mörk fyrir Keflavík í gær, en hin tvö mörkin voru skoruð af þeim Guðmundi Steinarssyni og Haraldi Guðmundssyni.