Keflavík – Fylkir í kvöld
Keflavík tekur í kvöld á móti Fylki í 13. umferð Pepsideildarinnar. Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum í Keflavík og hefst kl. 19:15.
Liðin eru á svipuðum slóðum ásamt fleiri liðum í deildinni, Fylkir í þriðja sæti og Keflavíkur í fjórða til fimmta sæti. Hver leikur skiptir því miklu máli þessa dagana. Guðmundir Steinarsson er kominn aftur í raðir Keflvíkinga og leikur í kvöld sinn fyrsta leik með liðinu á þessari leiktíð.