Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík – Breiðablik: Þriðja tilraun
Föstudagur 15. júlí 2005 kl. 10:18

Keflavík – Breiðablik: Þriðja tilraun

Keflavíkurstúlkur taka á móti firnasterku liði Breiðabliks í kvöld í Landsbankadeildinni. Leikir þessara liða hafa verið nokkuð jafnir í sumar þó Breiðablik hafi unnið þá báða, 3-2 og 3-1 nú síðast í VISA - bikarkeppninni.

Leikurinn hefst kl. 20:00 á Keflavíkurvelli en nýliðar Keflavíkur í Landsbankadeildinni eru örugglega orðnar nokkuð langeygðar eftir sigri gegn Blikastúlkum og ætla sér væntanlega ekki að tapa þriðja leiknum gegn þeim í röð.

„Við ætlum okkur sigur í leiknum í kvöld og erum búnar að standa vel í þeim í síðustu tveimur leikjum,“ sagði Sunna Gunnarsdóttir, miðvallarleikmaður Keflavíkur, í samtali við Víkurfréttir í dag. „Við ætlum að vera fyrsta liðið í sumar til þess að vinna Blika og við munum gera það með því að spila okkar bolta, berjast vel og nýta fljótu stelpurnar okkar sem geta tekið menn á,“ sagði Sunna. „Við erum búnar að stimpla okkur vel inn í deildina í sumar og það gefur góð fyrirheit fyrir næsta leiktímabil,“ sagði Sunna að lokum.

Staðan í deildinni

VF-mynd/ Jón Örvar Arason: Sunna í leik með Keflavík (t.v.) gegn Stjörnunni fyrr í sumar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024