Keflavík - UMFG í kvöld
Keflvíkingar mæta Grindvíkingum í 1. deild kvenna í kvöld klukkan 19:15 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Keflavíkurstúlkur eru þegar búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og er þetta síðasti leikur þeirra á heimavelli í deildinni. Grindavíkur stúlkur eru nú þegar búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Grindavík vann síðasta leik þessara liða sem fram fór í Grindavík 61-48 en Keflavíkurstúlkur unnu UMFG tvo síðustu leikina á undan þeim leik í deild.