Keflavík - KFÍ frestað vegna veðurs
Rétt í þessu var verið að fresta leik Keflavíkur gegn KFÍ í Iceland Express deild karla sem átti að vera í kvöld kl. 19.15.
Ástæðan var sú að flugi til og frá Ísafirði var aflýst í dag vegna óhagstæðra veðurskilyrða.
Leikurinn verður leikinn á sama tíma á morgun, föstudag, kl. 19.15 í Toyota höllinni.