Kattan þjálfari ársins annað árið í röð
Sundmót ÍM25 endaði með stæl með kvöldverði á árlegu lokahófi SSÍ á sunnudag. Sundmennirnir frá ÍRB klæddu sig upp og nutu hátíðarinnar enda gott mót að baki. Þeir sundmenn sem syntu með Landsliðinu á árinu fengu viðurkenningu og Anthony Kattan var valinn unglingaþjálfari ársins annað árið í röð. ÍRB vann til fjölda verðlauna að venju.
Nánar má lesa um árangur ÍRB á heimasíðum Keflavíkur og Njarðvíkur.