Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Katrín Ösp Íslandsmeistari í þriðja sinn
Þriðjudagur 30. mars 2004 kl. 13:11

Katrín Ösp Íslandsmeistari í þriðja sinn

Júdókappinn Katrín Ösp Magnúsdóttir vann fyrir skömmu gullverðlaun í –63kg flokki á Íslandsmeistaramóti unglinga. Titill hennar í ár var sá þriðji í röðinni, en hún lenti einnig í öðru sæti í opnum flokki þar sem hún tapaði í úrslitum fyrir meistaranum í þyngsta flokki.
Júdódeild Þróttar í Vogum var með tvo aðra keppendur á mótinu sem stóðu sig vel þrátt fyrir að hafa ekki náð í verðlaunasæti.
Íslandsmót fullorðinna fer fram í næsta mánuði og verða þar fjölmargir keppendur á vegum Þróttar, en mikill vöxtur er í íþróttinni í Vogum um þessar mundir eins og árangur Katrínar gefur til kynna. Þar eru um 30 iðkendur sem æfa undir stjórn Magnúsar Haukssonar, en þess má geta að hann er faðir Katrínar Aspar.

VF-mynd/Jóhannes Kristjánsson: Katrín Ösp fær flugferð hjá föður sínum Magnúsi þjálfara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024