Katrín Ösp Íslandsmeistari í júdó
Íslandsmóti unglinga í júdó var haldið um sl. helgi og var hart barist. Þróttur í Vogum sendi einn keppanda til leiks en það var Katrín Ösp Magnúsdóttir, 16 ára gömul Vogamær. Katrín gerði sér lítið fyrir og sigraði í –63 kg flokki, 16 - 19 ára en hún vann allar sínar viðureignir á ippon, fullnaðarsigri með glæsilegum köstum og er því Íslandsmeistari. Katrín keppti einnig í opnum flokki 16 - 19 ára þar sem hún sigraði í tveimur viðureignum en tapaði í úrslitum gegn talsvert þyngri andstæðingi. Annað sætið þar.Þess má til gamans geta að Katrín er dóttir Magnúsar H. Haukssonar gamalreynds júdó manns og þjálfara Þróttar.