Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 11. mars 2003 kl. 09:45

Katrín Ösp Íslandsmeistari í júdó

Íslandsmóti unglinga í júdó var haldið um sl. helgi og var hart barist. Þróttur í Vogum sendi einn keppanda til leiks en það var Katrín Ösp Magnúsdóttir, 16 ára gömul Vogamær. Katrín gerði sér lítið fyrir og sigraði í –63 kg flokki, 16 - 19 ára en hún vann allar sínar viðureignir á ippon, fullnaðarsigri með glæsilegum köstum og er því Íslandsmeistari. Katrín keppti einnig í opnum flokki 16 - 19 ára þar sem hún sigraði í tveimur viðureignum en tapaði í úrslitum gegn talsvert þyngri andstæðingi. Annað sætið þar.Þess má til gamans geta að Katrín er dóttir Magnúsar H. Haukssonar gamalreynds júdó manns og þjálfara Þróttar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024