Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Katla með tvö Íslandsmet á landsmótinu
Mánudagur 8. ágúst 2016 kl. 11:05

Katla með tvö Íslandsmet á landsmótinu

Katla Björk Ketilsdóttir úr UMFN bætti Íslandsmet í tveimur flokkum í snörun á landsmótin unglinga sem fram fór í Borgarnesi á dögunum. Katla sigraði einnig í samanlögðu, en hún náði 70 kg í jafnhöttun.

Hún lyfti 61 kg í snörun sem er met U17 og síðan 64 kg sem var bæði íslandsmet í flokki 17 ára og yngri sem og 20 ára og yngri. Katla sem er mjög efnileg íþróttakona stundar crossfit af kappi ásamt lyftingunum. Hún var í sigurliði Holtaskóla í Skólahreysti nú fyrr á árinu þar sem hún stóð sig afar vel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024