Kátir krakkar í knattspyrnuskóla
Krakkarnir í 8. flokki Keflavíkur æfðu af kappi í góða veðrinu í dag. Það er ekki leiðinlegt að spila fótbolta og stunda æfingar í sól og góðu veðri. Um 40 krakkar á aldrinum 4-6 ára stunda æfingarnar sem fara fram á aðalleikvangi Keflavíkur. Hluti af hópnum sem var við æfingar í dag gaf sér tíma til að veifa til ljósmyndarans, sem smellti af meðfylgjandi mynd.
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson