Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karlasveit ÍRB með Íslandsmet
Þriðjudagur 18. desember 2007 kl. 17:02

Karlasveit ÍRB með Íslandsmet

Eitt Íslandsmet og sex innanfélagsmet féllu á Jólasundmóti ÍRB í gærkvöld. Karlasveit félagsins setti Íslandsmet í 4x50 m flugsundi er sveitin kom í mark á tímanum 1.43.88 mín og bætti sveitin þar með fyrra met sinn um tæpa sekúndu.

 

Karlasveitina skipuðu þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Árni Már Árnason, Birkir Már Jónsson og Hjalti Rúnar Oddson.

 

Soffía Klemenzdóttir setti fjögur met þegar hún synti 50 flug á 29.74 sek sem er alveg við telpnametið 29.63 sek. Sund Soffíu var jafnframt innanfélagsmet hjá ÍRB. Hermann Bjarki Níelsson lét sitt ekki eftir liggja og setti tvöfalt met, bæði Keflavíkur-og ÍRB met í drengjaflokki. Gamla metið átti Birkir Már Jónsson.

 

Næsta meta- og jólamót verður þann 27. desember næstkomandi.

 

Mynd: Íslandsmethafarnir í karlasveit ÍRB.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024