Karlaliðin fengu útileiki
Búið er að draga í 8 liða úrslit í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik og leika karlalið Keflavíkur, Njarðvíkur og Grindavíkur öll á útivelli. Keflavík B og Grindavík fengu heimaleiki í kvennakeppninni.
Eftirfarandi lið drógust saman og fara leikirnir fram þann 21. og 22. janúar n.k:
Karlar:
KR – Keflavík
Snæfell – Njarðvík
Hamar/Selfoss – Grindavík
Skallagrímur – Þór Akureyri
Konur:
Skallagrímur – Keflavík
Keflavík B – Breiðablik
ÍS – Haukar
Grindavík – Haukar B
Það var Jón Kr. Gíslason, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður Keflavíkur, sem dró liðin saman í dag og á meðfylgjandi eru Jón og Fannar Ólafsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og núverandi leikmaður KR, kátir í bragði enda verður hörkuviðureign þegar KR tekur á móti Íslandsmeisturunum í DHL – Höllinni síðar í mánuðinum.
VF-myndir/ Valur Jónatansson - [email protected]
Jón Kr. Gíslason tók sig vel út sem örlagavaldur liðanna í 8 liða úrslitum í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar. Hann hefur ekki alfarið sagt skilið við íþróttina en hann þjálfar minnibolta drengja í Garðabæ.