Karlalið Keflavíkur tryggði sér farmiða í undanúrslit VÍS-bikarsins
Keflavík lagði Njarðvík í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfuknattleik í gær. Grindavík tapaði á sama tíma fyrir Val. Bæði karla- og kvennalið Keflavíkur fara áfram í undanúrslit keppninnar en Njarðvík og Grindavík eru úr leik.
Keflavík - Njarðvík 99:86
(23:18, 30:26, 26:18, 20:24)
Grannaslagurinn varð í raun aldrei mjög spennandi þótt vissulega væri hart tekist á og ekkert gefið eftir. Njarðvík komst í 0:2 en eftir það tók Keflavík forystuna og Njarðvíkingar voru allan tímann að elta. Keflavík jók forystu sína jafnt og þétt og þótt Njarðvík kæmi til baka í fjórða leikhluta var það of seint. Keflavík hafði því að lokum nokkuð öruggan þrettán stiga sigur, 99:86.
Keflavík: Eric Ayala 26/6 fráköst/6 stoðsendingar, Dominykas Milka 22/10 fráköst, Valur Orri Valsson 18, Igor Maric 12/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 5, Jaka Brodnik 5/5 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 4/4 fráköst, David Okeke 2, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Magnús Pétursson 0, Frosti Sigurðsson 0.
Njarðvík: Dedrick Deon Basile 27/4 fráköst/10 stoðsendingar, Nicolas Richotti 22/5 fráköst, Jose Ignacio Martin Monzon 20, Mario Matasovic 10/4 fráköst, Logi Gunnarsson 3, Lisandro Rasio 2, Maciek Stanislav Baginski 2/5 fráköst, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0, Elías Bjarki Pálsson 0.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á leiknum og má sjá myndasafn neðst á síðunni.
Valur - Grindavík 90:80
(16:26, 25:21, 29:13, 20:20)
Þrátt fyrir hörkubyrjun í fyrsta leikhluta náðu Grindvíkingar ekki að fylgja henni eftir. Grindavík leiddi með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta (16:26) en Valsarar minnkkuðu muninn fyrir hálfleik (41:47).
Valur gerði út um leikinn með yfirburðarspilamennsku í þriðja leikhluta og slökkti í vonum Grindvíkinga. Valur gerði þá 29 stig og náði að halda sóknarleik Grindavíkur niðri. Að lokum hafði Valur því þægilegan tíu stiga sigur, 90:80.
Grindavík: Damier Erik Pitts 23/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/12 fráköst, Gkay Gaios Skordilis 14/5 fráköst/3 varin skot, Kristófer Breki Gylfason 11/5 fráköst, Bragi Guðmundsson 7, Valdas Vasylius 5/4 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 3, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Arnór Tristan Helgason 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.