Karlakarfan aftur af stað eftir jólafrí
Keppni í Iceland Express deild karla í körfuknattleik hefst að nýju í kvöld eftir jólahlé. Íslandsmeistarar Keflavíkur mæta Þór í Höllinni á Akureyri. Keflavík situr í 3. sæti deildarinnar með 14 stig en Þór er í 9. sæti með 8 stig. Stjarnan tekur á móti Grindavík í Ásgarði í Garðabæ. Grindvíkingar eru í 2. sæti með 20 stig en Stjarnan í 10. sæti með 6 stig. Í Borgarnesi mætast Skallagrímsmenn og Breiðablik. Leikir kvöldsins hefjast allir kl. 19:15.