Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Karla- og kvennalið Grindavíkur fengu heimaleiki
Miðvikudagur 10. janúar 2007 kl. 22:41

Karla- og kvennalið Grindavíkur fengu heimaleiki

Grindavíkurkonur og karlar fá heimaleiki í undanúrslitum Lýsingarbikarsins í körfuknattleik. Dregið var fyrir nokkrum mínútum í beinni útsendingu hjá RÚV.

 

Grindavíkurkonur fá Íslandsmeistarar Hauka í heimsókn og Keflavík mætir Hamri í Sláturhúsinu.

 

Í karlaflokki fá Grindvíkingar ÍR í heimsókn og Keflavík mætir Hamri/Selfoss í Hveragerði.

 

Ráðgert er að leikirnir fari fram í lok janúarmánaðar en fastir leikdagar eru enn ekki komnir inn.

 

Úrslitaleikirnir fara svo fram í Laugardalshöll þann 17. febrúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024