Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 25. nóvember 2002 kl. 16:19

Karl og Kristinn þjálfa Víði í Garði

Karl Finnbogason og Kristinn Guðbrandsson, fyrrverandi leikmenn Keflavíkur í knattspyrnu, munu taka við þjálfun Víðis í Garði. Víðismenn leika í 2. deild og samkvæmt heimildum Víkurfrétta munu þeir hugsanlega leika líka með liðinu. Það er nokkuð ljóst að þeir væru mikill styrkur fyrir Garðliðið sem ætti án efa að setja stefnu sína í 1. deildina að ári enda nokkur efniviður á þeim bænum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024