Karítas hlaut starfsmannabikarinn á aðalfundi Keflavíkur
Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags var haldinn í gær í félagsheimilinu að Hringbraut 108. Aðalstjórnin var endurkjörin en Bjarney Snævarsdóttir kom inn sem varamaður í stjórn í stað Ólafar Sveinsdóttur sem dvelur í Kanada.Dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf þar sem formaður félagsins lagði m.a. fram skýrslu aðalstjórnar um starfsemi og framkvæmdir á liðnu starfsári. Gjaldkeri félagsins lagði fram endurskoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar ásamt því að fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár var lögð fram.
Tillaga þess efnis að aðalstjórn félagsins fái heimild til að styrkja deildir félagsins að heildarupphæð 2.000.000- krónur sem tekið er úr sjóðum félagsins var samþykkt. Aðalstjórn er falið að deila upphæðinni á milli deilda félagsins.
Karítas Sigurvinsdóttir fékk starfsmannabikarinn en hefur starfað í stjórn fimleikadeildar Keflavíkur síðan 1994 eða alveg frá því að sex íþróttafélög sameinuðust undir merkjum Keflavíkur. Hún varð strax mjög virkur stjórnarmaður. Í umsögn um Kæju, eins og hún er kölluð, er sagt að hún sé kraftmikil og mjög jákvæð menneskja og svona fólk sé ómissandi í hverri stjórn. „Hún er ósérhlíðin og gefur sig alla í það verk sem hún vinnur að hverju sinni. Að hafa svona menneskju eins og Karítas í stjórn er ,,Gull” sem margir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Hennar framlag til íþróttarhreyfingarinnar í Reykjanesbæ verður seint full þakkað“, segir í umsögninni.
Þá var eftirfarandi stjórnarmönnum veitt bronsmerki félagsins en þau hlýtur sá sem sem setið hefur í stjórn sinna deilda í meira en fimm ár:
Guðjón Axelsson aðalstjórn
Þorsteinn Magnússon knattspyrnudeild
Birgir Már Bragason körfuknattleiksdeild
Guðrún Sigurðardóttir fimleikadeild
Bjarney S. Snævarsdóttir sunddeild
Halldór Þórólfsson sunddeild
Jón Ingiberg Kristjánsson badmintondeild
Guðni Pálsson skotdeild
Gestum var boðið að þiggja kaffiveitingar en umsjón með þeim var foreldrafélag sunddeildarinnar. Að loknum kaffiveitingum var kosið í stjórn og eftir smá umræður um hin ýmsu mál var fundi slitið.
Tillaga þess efnis að aðalstjórn félagsins fái heimild til að styrkja deildir félagsins að heildarupphæð 2.000.000- krónur sem tekið er úr sjóðum félagsins var samþykkt. Aðalstjórn er falið að deila upphæðinni á milli deilda félagsins.
Karítas Sigurvinsdóttir fékk starfsmannabikarinn en hefur starfað í stjórn fimleikadeildar Keflavíkur síðan 1994 eða alveg frá því að sex íþróttafélög sameinuðust undir merkjum Keflavíkur. Hún varð strax mjög virkur stjórnarmaður. Í umsögn um Kæju, eins og hún er kölluð, er sagt að hún sé kraftmikil og mjög jákvæð menneskja og svona fólk sé ómissandi í hverri stjórn. „Hún er ósérhlíðin og gefur sig alla í það verk sem hún vinnur að hverju sinni. Að hafa svona menneskju eins og Karítas í stjórn er ,,Gull” sem margir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Hennar framlag til íþróttarhreyfingarinnar í Reykjanesbæ verður seint full þakkað“, segir í umsögninni.
Þá var eftirfarandi stjórnarmönnum veitt bronsmerki félagsins en þau hlýtur sá sem sem setið hefur í stjórn sinna deilda í meira en fimm ár:
Guðjón Axelsson aðalstjórn
Þorsteinn Magnússon knattspyrnudeild
Birgir Már Bragason körfuknattleiksdeild
Guðrún Sigurðardóttir fimleikadeild
Bjarney S. Snævarsdóttir sunddeild
Halldór Þórólfsson sunddeild
Jón Ingiberg Kristjánsson badmintondeild
Guðni Pálsson skotdeild
Gestum var boðið að þiggja kaffiveitingar en umsjón með þeim var foreldrafélag sunddeildarinnar. Að loknum kaffiveitingum var kosið í stjórn og eftir smá umræður um hin ýmsu mál var fundi slitið.