Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kári erfiður Reynismönnum
Sunnudagur 27. júní 2004 kl. 12:13

Kári erfiður Reynismönnum

Reynir vann sanngjarnan sigur á Bolungarvík í rokleik á laugardaginn, 2-0.  Í fyrri hálfleik léku Reynismenn undan sterkum austanvindi en áttu erfitt með að brjóta niður þéttan varnarmúr gestanna sem oftar en ekki voru allir í eigin vítateig.  Í hálfleik var staðan 0-0 og fögnuðu Vestfirðingarnir í hálfleik eins og þeir hefðu unnið leikinn.  En þrátt fyrir að gestirnir hefðu rokið í bakið í seinni hálfleik var lítil ógn af leik þeirra. 
Reynismenn léku vel og voru greinilega allt of sterkir fyrir lið Bolungarvíkur.  Á 58. á mínútu lá boltinn loks í neti gestanna þegar Guðmundur G. Gunnarsson skoraði með góðu skoti eftir sendingu frá Sverri Þór Sverrissyni.  Reynir hélt áfram að sækja gegn sterkum vindinum og náðu að skora sitt annað mark fjórum mínútum fyrir leikslok þegar Guðmundur G. Gunnarsson skoraði aftur.  Hann átti þá laust skot sem markvörður Bolungarvíkur missti klaufalega fram hjá sér og í netið.  Úrslitin urðu 2-0 í leik þar sem rokið var erfiðasti andstæðingur Reynismanna.

Myndin: Úr leik Reynis og KR fyrr í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024