Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 30. nóvember 2003 kl. 19:34

Karfan um helgina

Hópbílabikar kvenna

Keflavík vann góðan sigur á ÍS, 68-41, í undanúrslitum Hópbílabikars kvenna. Keflavíkurstúlkur höfðu forystu allan leikinn og voru 10 stigum yfir í hálfleik 34-24.

Stigahæst Keflvíkinga var Erla Þorsteinsdóttir sem skoraði 18 stig og tók 15 fráköst.

Stella Kristjánsdóttir var stigahæst ÍS með 11 stig.

Í úrslitum keppir Keflavík við sigurvegarann úr leik KR og Grindavíkur sem fer fram á þriðjudaginn.

 

Bikarkeppni karla

32-liða úrslit Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar fór fram um helgina og voru Suðurnesjaliðin þar vitanlega áberandi. Stóru liðin þrjú, Njarðvík, Grindavík og Keflavík unnu sína leiki, en minni spámenn komu líka á óvart.

 

NJARÐVÍK-KR

Njarðvík vann góðan sigur á KR í Ljónagryfjunni, 99-83.

Heimamenn voru yfir allan leikinn og höfðu m.a. 11 stiga forystu 53-42 í leikhléi og unnu að lokum sanngjarnan sigur.

Brandon var stigahæstur Njarðvíkinga með 31 stig en Brenton kom honum næstur með 24 stig og tók líka 8 fráköst.

 

REYNIR-VALUR

Sandgerðingar komu skemmtilega á óvart þegar þeir sigruðu 1. deildarlið Vals á heimavelli sínum með 95 stigum gegn 90. Fáir bjuggust við slíku, en Reynismenn komu greinilega einbeittir til leiks og stóðu þeirra menn sig með ágætum. Rúnar Pálsson og Hlynur Jónsson voru stigahæstir Reynismanna með 22 stig hvor.

 

GRINDAVÍK-BREIÐABLIK

Grindavík sigraði Blikana á heimavelli sínum, 103-93, í miklum baráttuleik. Leikurinn var jafn mestallan tímann og fyrir síðasta leikhluta stóðu liðin jöfn 68-68. þá sýndu Grindvíkingar loks sitt rétta andlit og höfðu loks sigur.Darrel Lewis var stigahæstur Grindvíkinga með 31 stig og Trammel skoraði 20. Sérstakt ánægjuefni var að sjá Helga Jónas Guðfinnsson spila nær allan leikinn og skora 19 stig, en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla undanfarið.

 

ÞRÓTTUR V.-KEFLAVÍK

Keflavík vann Þrótt frá Vogum nokkuð auðveldlega eins og við var að búast. Lokastaðan í Íþróttahúsinu í Vogum var 136-86 fyrir Keflavík.

Stigahæstir Keflavíkur voru Nick Bradford, sem skoraði 22 stig og Magnús Þór sem skoraði 21 stig. Magnús hitti úr 6 3ja stiga skotum. Guðjón Skúlason tók fram skóna að nýju og skoraði 11 stig.

Örvar Sigurðsson skoraði 27 stig og Björn Einarsson skoraði 25 stig fyrir Þrótt.

 

KEFLAVÍK B-HK

HK vann B-lið Keflavíkur 62-78. HK leiddi allan leikinn. Stigahæstir Kefl. B voru Sigurður Gunnarsson sem skoraði 19 stig og Sigurður Magnússon 12 stig.

 

ÍG-HAUKAR

ÍG átti ekki mikinn möguleika gegn úrvalsdeildarliði Hauka og töpuðu 50-109.

Stigahæstir ÍG voru Davíð Friðriksson sem skoraði 18 stig og Árni Björnsson sem skoraði 11 stig.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024